Haukar unnu fimm marka heimasigur á Selfossi í Olísdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag.
Haukakonur voru sterkari framan af og komust mest þremur mörkum yfir, 7:4. En á 19. mínútu komst Selfoss yfir, 12:11, og svo 14:11 tveimur mínútum síðar. Haukar svöruðu því og fóru einu marki yfir inn í hálfleikinn, 19:18.
Haukaliðið var mun sterkara í síðari hálfleik og náði snemma fimm marka forskoti, 23:18, og missti það aldrei frá sér. Að lokum unnu Haukar með fimm. 35:30.
Þrátt fyrir tapið átti Katla María Magnúsdóttir stórleik fyrir Selfoss og setti 11 mörk. Natasja Hammer var markahæst í liði Hauka með átta.
Haukar færa sig enn fjær Selfossi með sigrinum, nú með 12 stig í fimmta sæti. Selfoss er tveimur sætum neðar, næstneðsta sæti, með sex stig.