Íslendingalið Ribe-Esbjerg mátti sætta sig við tap, 26:32, fyrir Skjern er liðin áttust við í undanúrslitum dönsku bikarkepppninnar í handknattleik karla.
Elvar Ásgeirsson lét vel að sér kveða og skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Ribe-Esbherg og gaf þar að auki eina stoðsendingu.
Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot í marki liðsins en Arnar Birkir Hálfdánsson komst ekki á blað.
Skjern mætir GOG í úrslitaleik bikarkeppninnar á morgun.