Stjarnan vann markalítinn leik

Anna Karen Hansdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna í dag.
Anna Karen Hansdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan vann þriggja marka sigur, 19:16, á KA/Þór í Olísdeild kvenna í handknattleik í Garðabænum í dag. 

Stjörnukonur voru sterkari mestallan fyrri hálfleikinn. Þegar 20. mínútur voru liðnar var Stjarnan fjórum mörkum yfir, 8:4. Garðbæingar juku aðeins forskot sitt það sem á leið síðari hálfleikinn og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 12:6. 

Akureyringar sóttu aðeins í sig veðrið í seinni hálfleik en komust aldrei nálægt Garðbæingum. Minnst minnkaði KA/Þór muninn í þrjú mörk, sem var lokaniðurstaðan, 16:19. 

Anna Karen Hansdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk. Hildur Lilja Jónsdóttir og Nathalia Soares Baliana settu fjögur hvor fyrir Akureyrarliðið. 

Markmennirnir áttu báðir góðan leik. Darija Zecevic varði 17 skot í Stjörnuliðinu og Matea Lonac 15 fyrir KA/Þór. 

Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig. KA/Þór er í því sjötta með 12. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert