Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn í 13 marka sigri Kadetten á Kreuzlingen í svissnesku 1. deildinni í handknattleik í gær.
Óðinn setti átta mörk úr tíu skotum. Hornamaðurinn hefur verið í fantaformi upp á síðkastið og setti meðal annars 12 mörk síðustu helgi.
Kadetten er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, fimm stigum á eftir Kreins. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten.