Gífurlega mikilvægur sigur ÍR-inga

Viktor Sigurðsson var einn af þremur markahæstu í liði ÍR …
Viktor Sigurðsson var einn af þremur markahæstu í liði ÍR með sjö mörk. mbl.is/Arnþór Birkisson

ÍR vann gífurlega mikilvægan sigur á KA, 35:29, í Olísdeild karla í handknattleik í Skógarseli í Breiðholti í dag. 

Jafnræði var á milli liðanna mestallan fyrri hálfleikinn en undir lok hans náðu Akureyringar góðri forystu, 17:12. ÍR var þó sterkara á lokamínútunni og minnkaði muninn í tvö mörk, 15:17, sem voru hálfleikstölur. 

Allt annað ÍR-lið kom í seinni hálfleik en það skoraði fjögur fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 19:17. Svo þegar 20. mínútur voru eftir völtuðu ÍR-ingar yfir KA og leiddu mest með sjö mörkum undir lok leiksins. Lokatölur voru 35:29, ÍR í vil. 

ÍR-ingarnir Bjarki Steinn Þórisson, Hrannar Ingi Jóhannsson og Viktor Sigurðsson voru markahæstir í leiknum með sjö mörk. Einar Rafn Eiðsson og Dagur Gautason voru markahæstir í liði KA með sex hvor. 

Þá átti Ólafur Rafn Gíslason frábæran leik í marki ÍR-inga en hann varði 17 skot. 

ÍR er enn í næstneðsta sæti en nú með átta stig. KA er sæti ofar með 11 stig, en hefur spilað einum leik meira. 

Mörk ÍR: Bjarki Steinn Þórisson 7, Hrannar Ingi Jóhannsson 7, Viktor Sigurðsson 7, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Róbert Snær Örvarsson 3, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Úlfur Gunnar Kjartansson 1. 

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 17, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 0. 

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 6, Dagur Gautason 6, Gauti Gunnarsson 5, Ólafur Gústafsson 3, Allan Nordberg 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1, Arnór Ísak Haddsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1. 

Varin skot: Nicholas Adam Satchwell 7, Bruno Bernat 6. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert