Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson lék afar vel með Nantes er liðið vann sannfærandi 37:27-heimasigur á Lomoges í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Viktor varði níu af 21 skoti sem hann fékk á sig, þar af eitt víti, og var því með tæplega 43 prósent markvörslu.
Nantes er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og París SG.
Parísarliðið vann 34:31-útisigur á Sélestat. Grétar Ari Guðjónsson varði fimm skot í marki Sélestat og var með 31 prósent markvörslu.
Grétar og félagar eru neðstir í deildinni, með fjögur stig.