Réðu illa við Íslendingana

Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru heitir í …
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru heitir í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolstad vann sex marka sigur á Kristiansand, 33:27, í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru áberandi hjá Kolstad. Janus skoraði átta mörk og Sigvaldi gerði sjö.

Kolstad er með mikla yfirburði í norsku deildinni í dag og er liðið með fullt hús stiga eftir 17 leiki, átta stigum á undan Elverum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert