Selfoss vann þægilegan sigur á Herði, 36:29, í Olísdeild karla í handknattleik á Selfossi í dag.
Hörður byrjaði aftur á móti mun betur og var óvænt fjórum mörkum yfir eftir 12 mínútur, 10:6. Selfoss svaraði því þó jafnóðum og korteri síðar voru heimamenn allt í einu fjórum mörkum yfir, 16:12, en hálfleikstölur voru 17:13.
Selfyssingar juku aðeins forskot sitt í seinni hálfleik og náði mest átta marka forystu, 36:28, og að lokum sjö marka sigri, 36:29.
Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Selfoss með sjö stykki. Harðarmaðurinn Guntis Pilpuks var markahæstur allra í leiknum með níu.
Selfoss er í sjötta sæti deildarinnar með 17 stig. Hörður er í neðsta sæti með aðeins tvö stig.
Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Atli Ævar Ingvarsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Karolis Stropus 3, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Hannes Höskuldsson 3, Ragnar Jóhannsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Sölvi Svavarsson 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 12, Vilius Rasimas 2.
Mörk Harðar: Guntis Pilpuks 9, Sudario Eidur Carneiro 5, Mikel Amilibia Aristi 4, Leó Renaud-David 4, Guilherme Andrade 3, Jón Ómar Gíslason 3, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 11.