Handknattleiksmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson verður að öllum líkindum með franska 1. deildarliðinu Aix þegar það heimsækir Val á Hlíðarenda í Evrópudeildinni annað kvöld.
Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni Bylgjunnar og umsjónarmaður Handkastsins, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í dag að Kristján væri aftur mættur á æfingu með Aix. Þar sagði Arnar einnig að allt liti út fyrir að hann yrði með annað kvöld.
Stutt er síðan Kristján fór í ótímabundið leyfi vegna kulnunar en hann virðist vera kominn aftur til starfa.