Gísli uppáhalds leikmaður Þjóðverja

Gísli Þorgeir með verðlaunin.
Gísli Þorgeir með verðlaunin. Ljósmynd/Magdeburg

Gísli Þorgeir Kristjánsson var í gær kjörinn uppáhalds leikmaður aðdáenda þýsku 1. deildarinnar í handbolta á verðlaunahátíð sem miðillinn Handball-world stendur fyrir.

Lesendur miðilsins greiddu atkvæði í hinum ýmsu flokkum og fékk Gísli flest atkvæðin í svokölluðum Publikumsliebling des Jahres-flokki. Mætti þýða það sem uppáhalds leikmaður fólksins.

Gísli var í stóru hlutverki hjá Magdeburg á síðasta ári, varð þýskur meistari með liðinu og heimsmeistari félagsliða sömuleiðis. Ásamt því að skora mikið, stýrir Gísli sóknarleik meistaranna með glæsibrag.

View this post on Instagram

A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka