Ísland tryggði sér sigur í Portúgal

Íslenska liðið bar sigur úr býtum á mótinu.
Íslenska liðið bar sigur úr býtum á mótinu. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U19 ára landslið kvenna í fótbolta tryggði sér sigur á alþjóðlegu móti í Portúgal með 4:1-sigri á Wales í lokaleik sínum á mótinu í dag.

Snædís María Jörundsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, kom íslenska liðinu yfir á 9. mínútu og Sædís Rún Heiðarsdóttir, fyrirliði og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, bætti við öðru marki á 20. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0.

Tianna Teisar minnkaði muninn fyrir Wales á 52. mínútu, en Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar, tryggði Íslandi þriggja marka sigur með mörkum á 62. og 77. mínútu.

Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína á mótinu. Liðið byrjaði á 4:2-sigri á Póllandi, vann síðan Portúgal 3:2 og loks leikinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka