Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik fyrir Aalborg þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik með sigri gegn Elverum í B-riðli keppninnar í Danmörku í kvöld.
Leiknum lauk með öruggum sigri Aalborgar, 31:24, en Aron skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur hjá danska liðinu. Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk fyrir Elverum.
Aalborg er með 11 stig í fimmta sæti riðilsins og komið áfram í útsláttakeppnina en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Elverum, sem er með tvö stig í neðsta sætinu, á ekki möguleika á því að komast áfram.