Mataði liðsfélagana í Meistaradeildinni

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þýskalandsmeistarar Magdeburgar eru í vænlegri stöðu í A-riðli Meistaradeildar karla í handknattleik eftir sigur gegn Zagreb í Króatíu í kvöld, 31:25.

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti góðan leik fyrir Magdeburg, skoraði þrjú mörk og gaf tíu stoðsendingar, en Ómar Ingi Magnússon lék ekki með þýska liðinu vegna meiðsla.

Magdeburg er í öðru sæti riðilsins með 18 stig, tveimur stigum minna en París SG, en franska liðið á leik til góða á Magdeburg.

Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í 8-liða úrslitin en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka