Ótrúlegt mark Óðins beint úr horni (myndskeið)

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ótrúlegt mark.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ótrúlegt mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óðinn Þór Ríkharðsson var afar mikilvægur fyrir svissneska liðið Kadetten er liðið vann 28:27-sigur á Benfica frá Portúgal í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi.

Óðinn skoraði átta mörk í leiknum og þar á meðal þrjú af síðustu fjórum mörkum Kadetten. Sjötta mark Óðins var lygilegt, því hann gerði sér lítið fyrir og jafnaði í 25:25 með marki beint úr hornkasti.

Sjón er sögu ríkari og má sjá magnað mark Óðins hér fyrir neðan.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka