Stórleikurinn dugði ekki til

Elín Jóna Þorsteinsdóttir lokaði markinu.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir lokaði markinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Ringköbing þegar liðið tók á móti Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með þriggja marka sigri Köbenhavn, 28:25, en Elín Jóna varði 19 skot í leiknum og var með 43% markvörslu.

Ringköbing er með níu stig í ellefta sæti deildarinnar en alls leika fjórtán lið í dönsku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka