Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta í dag.
Undanúrslit í kvennaflokki verða leikin miðvikudaginn 15. mars og undanúrslitin í karlaflokki fimmtudaginn 16. mars. Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 18. mars.
Stjarnan, sem sló út ríkjandi meistara Vals í karlaflokki, mætir Aftureldingu í undanúrslitum annars vegar og hins vegar mætast Fram og Haukar.
Í kvennaflokki drógust ríkjandi meistarar Vals gegn Haukum og þá mætast ÍBV og Selfoss í Suðurlandsslag.
Undanúrslit í karlaflokki:
Fram - Haukar
Afturelding - Stjarnan
Undanúrslit í kvennaflokki:
Haukar - Valur
ÍBV - Selfoss