Hákon Daði Styrmisson var markahæstur hjá Gummersbach þegar liðið heimsótti Hamm í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.
Leiknum lauk með eins marks sigri Hamm, 22:21, en Hákon Daði skoraði fimm mörk. Elliði Snær Viðarsson komst ekki á blað hjá Gummersbach.
Gummersbach er með 18 stig í tólfta sæti deildarinnar en Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins.
Þá vann Erlangen góðan útisigur gegn Wetzlar, 35:28, en Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen sem er með 19 stig í níunda sætinu.
Hannover-Burgdorf tapaði svo á útivelli gegn Hamburg, 26:32, en Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem er með 23 stig í sjötta sætinu.