Þjálfari KA í bann og annað mál bíður

Jónatan Þór Magnússon gæti verið í frekari vandræðum.
Jónatan Þór Magnússon gæti verið í frekari vandræðum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, er kominn í eins leiks bann fyrir framkomu sína í garð dómara leiks KA og Aftureldingar í Powerade-bikarnum í síðustu viku.

Þjálfarinn var allt annað en sáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós í leikslok, með þeim afleiðingum að hann hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann.

Jónatan gæti verið í frekari vandræðum, því aganefnd hefur til skoðunar ummæli Jónatans í viðtali við RÚV eftir leik. Afgreiðslu á því máli var frestað á meðan beðið er eftir greinargerð frá KA.

„Fyrir mér er þetta maður sem langar að eiga sviðið, þannig upplifi ég það. Í staðinn fyrir að leyfa leiknum að njóta sín, og láta leikmennina vera af því það eru þeir sem eru að spila. Mér finnst við hafa verið dæmdir úr þessu,“ sagði Jónatan m.a. við ríkismiðilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert