Varði ellefu skot í Meistaradeildinni

Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Nantes þegar liðið tók á móti Kielce í B-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Frakklandi í kvöld.

Leiknum lauk með þriggja marka sigri Kielce, 33:30, en Viktor Gísli varði ellefu skot í marki Nantes og var með 28% markvörslu.

Nantes er með 14 stig í þriðja sæti riðilsins, jafn mörg stig og þýska liðið Kiel sem er í fjórða sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert