Fjögurra stiga forskot Arons og félaga

Aron Pálmarsson skoraði þrjú.
Aron Pálmarsson skoraði þrjú. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aalborg náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sannfærandi 34:23-heimasigri á SönderjyskE.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum hjá Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Aalborg er með 37 stig, fjórum stigum meira en GOG sem á leik til góða. Aron og félagar  hafa unnið sex leiki í röð í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert