HK tryggði sér sæti í efstu deild

Sigurvin Jarl Ármannsson og félagar í HK fagna sætinu í …
Sigurvin Jarl Ármannsson og félagar í HK fagna sætinu í deild þeirra bestu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í handbolta með 30:28-útisigri á Víkingi í Safamýrinni. Sigurinn þýðir að HK er öruggt með efsta sæti deildarinnar og sæti í deild þeirra bestu.

Þá er ljóst að Víkingur, Fjölnir, Þór og Kórdrengir fara í umspil um eitt sæti til viðbótar í úrvalsdeildinni.

HK-ingum nægði jafntefli í kvöld, en tókst að ná í sigur eftir mikinn spennuleik. Var staðan 25:25 þegar skammt var eftir, en gestirnir voru sterkari í blálokin.

Símon Michael Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir HK og Júlíus Flosason átta. Styrmir Sigurðarson skoraði 6 fyrir Víking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert