Mjög auðvelt að líða vel núna

Stiven Tobar Valencia hefur átt viðburðaríka viku.
Stiven Tobar Valencia hefur átt viðburðaríka viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir fyrir handboltamanninn Stiven Tobar Valencia.

Hann var markahæstur með átta mörk þegar Valur vann magnaðan 40:31-stórsigur á Aix í Evrópudeildinni á þriðjudag og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar í leiðinni. Hann var síðan valinn í A-landsliðið í fyrsta skipti tveimur dögum síðar.

„Þetta er einn besti leikur sem ég hef spilað. Það var einhver orka í höllinni og stuðningsmennirnir voru geðveikir, þeir hjálpuðu okkur gríðarlega í þessum leik. Svo var einbeitingin í liðinu svakaleg og maður fann hvað allir voru innstilltir og á sömu blaðsíðu.

Það gekk allt vel upp, sóknin var góð, vörnin líka og Bjöggi í markinu. Þetta var okkar dagur,“ sagði Stiven um leikinn við Aix. Þrátt fyrir sigurinn góða og landsliðsvalið fer Stiven ekki fram úr sér.

„Það er mjög auðvelt að líða vel núna, en það er nóg af verkefnum fram undan, fram að þessu landsliðsverkefni. Það þarf að jarðtengja sig og ráðast í næstu skref. Kannski er þetta klisjukennt svar, en svona er þetta,“ sagði hann.

Nánar er rætt við Stiven um landsliðsvalið í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert