HK tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta með 30:28-útisigri á Víkingi í Safamýrinni í kvöld.
Eftir leik hljóp skapið með leikmenn beggja liða í gönur, en mikill hiti hafði verið í leiknum. Fóru þrjú rauð spjöld á loft.
Um leið og lokaflautan gall sauð upp úr og leikmenn beggja liða fóru að kljást.
Eggert Jóhannesson ljósmyndari mbl.is var á staðnum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.