Sauð upp úr í Safamýrinni (myndir)

Mikill hiti var í mönnum eftir leik.
Mikill hiti var í mönnum eftir leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta með 30:28-útisigri á Víkingi í Safamýrinni í kvöld.

Eftir leik hljóp skapið með leikmenn beggja liða í gönur, en mikill hiti hafði verið í leiknum. Fóru þrjú rauð spjöld á loft.

Um leið og lokaflautan gall sauð upp úr og leikmenn beggja liða fóru að kljást.

Eggert Jóhannesson ljósmyndari mbl.is var á staðnum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, ræðir við HK-inga.
Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, ræðir við HK-inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Brynjar Jökull Guðmundsson og Jóhann Reynir Gunnlaugsson veitast að HK-ingum.
Brynjar Jökull Guðmundsson og Jóhann Reynir Gunnlaugsson veitast að HK-ingum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gunnar Óli Gústafsson, annar dómara leiksins, gefur Sigurði Jefferson Guarino …
Gunnar Óli Gústafsson, annar dómara leiksins, gefur Sigurði Jefferson Guarino þriðja rauða spjald leiksins undir lokin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert