Stjarnan einu stigi frá öðru sæti

Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sjö fyrir Stjörnuna.
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sjö fyrir Stjörnuna. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan hafði betur gegn HK á heimavelli í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld, 24:20.

Stjarnan byrjaði mun betur og var staðan 10:4 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK lagaði stöðuna fyrir hálfleik, því hálfleikstölur voru 12:9.

Stjörnukonum gekk illa að hrista HK-inga af sér í seinni hálfleik og munaði aðeins tveimur mörkum þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 17:15. Stjörnukonur voru hins vegar betri á lokakaflanum og fögnuðu fjögurra marka sigri.

Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir ÍBV í öðru sæti og þremur á eftir toppliði Vals. HK er sem fyrr á botninum með aðeins tvö stig.

Mörk Stjörnunnar: Anna Karen Hansdóttir 8, Eva Björk Davíðsdóttir 7, Margrét Lena Valdimarsdóttir 4, Britney Cots 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1.

Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 5, Aníta Eik Jónsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4, Alfa Brá Hagalín 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasardóttir 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert