Stjarnan tekur á móti HK í úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 17 leikjum, þremur stigum á eftir ÍBV í 2. sætinu en hefur leikið einum leik fleiri en Vestmannaeyjaliðið.
HK er í 8. og neðsta sætinu með tvö stig, einnig að loknum 17 leikjum, fjórum stigum frá Selfossi í 7. sæti og tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Ljóst er að HK mun leika í 1. deild að ári.
Leikur Stjörnunnar og HK hefst klukkan 19.30 í Garðabæ í kvöld.