Valur er með tíu stiga forskot á toppi Olísdeildar karla í handbolta eftir 36:32-útisigur á ÍR í Skógarseli í kvöld.
Valsmenn voru sterkari allan fyrri hálfleikinn og var staðan eftir hann 18:12. Sá munur hélt áfram framan af í seinni hálfleik og var staðan 28:22 þegar hann var hálfnaður.
ÍR-ingar tóku við sér á lokakaflanum og minnkuðu muninn í tvö mörk, 30:28. Valsmenn voru hins vegar sterkari í blálokin og fögnuðu að lokum fjögurra marka sigri.
Valur er nú með 31 stig, tíu stigum meira en FH, en FH-ingar eiga leik til góða. ÍR er í ellefta og næstneðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti.
Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 9, Dagur Sverrir Kristjánsson 8, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Bjarki Steinn Þórisson 4, Friðrik Hólm Jónsson 3, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Úlfur Kjartansson 1, Róbert Snær Örvarsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 13, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 1.
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 7, Stiven Tobar Valencia 5, Arnór Snær Óskarsson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Tjörvi Týr Gíslason 4, Vignir Stefánsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Bergur Elí Rúnarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12.