Dramatískur sigur ÍBV í toppslagnum

Eyjakonur fagna sætum sigri.
Eyjakonur fagna sætum sigri. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann dramatískan 29:28-sigur á Val í toppslag Olísdeildar kvenna í handbolta í dag. Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins.

Fyrir leikinn var Valur með einu stigi meira en ÍBV, en Eyjakonur með leik til góða. Er ÍBV því komið í góða stöðu í baráttunni á toppi deildarinnar.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en hálfleikstölur voru 15:15. Valskonur fengu færi til að skora sigurmarkið hinum megin, en Marta Wawrzynkowska var vandanum vaxin í markinu og ÍBV skoraði sigurmarkið hinum megin.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórleik fyrir ÍBV og skoraði 13 mörk. Sunna Jónsdóttir gerði níu. Thea Imani Sturludóttir skoraði tíu fyrir Val og Mariam Eradze sjö.

ÍBV 29:28 Valur opna loka
60. mín. Þetta mun ráðast á síðustu sekúndunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert