Fram fór illa með Hauka

Hafdís Renötudóttir í markinu í dag. Hún átti stórleik.
Hafdís Renötudóttir í markinu í dag. Hún átti stórleik. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ótrúlegur lokakafli hjá Fram skilaði liðinu sannfærandi sigri á Haukum, 22:14, er liðin mættust í Olísdeild kvenna í handbolta í Úlfarsárdal í dag.

Tveimur mörkum munaði á liðunum snemma í seinni hálfleik, 12:10. Fram skoraði þá tíu af síðustu fjórtán mörkum leiksins og sigraði með öruggum hætti.

Fram er í fjórða sæti með 21 stig og Haukar í fimmta með 12. 

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Sara Kristín Guðmundsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 26.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Ena Car 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Natasja Hammer 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2.

Varin skot: Margrét Einarssdóttir 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert