Ringkøbing vann í dag 38:30-sigur á útivelli gegn Skanderborg í efstu deild danska handboltans.
Elín Jón Þorsteinsdóttir stóð fyrir sínu í marki Ringkøbing og varði 15 skot. Var hún með 37,50 prósenta markvörslu. Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark fyrir Skanderborg.
Ringkøbing er í 10. sæti með ellefu stig og Skanderborg í 13. sæti af 14 liðum með sjö stig. Eru bæði lið í fallbaráttu.