Óðinn heldur áfram að vera stórkostlegur

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórgóðan leik.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórgóðan leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kadetten hafði betur gegn Pfadi Winterthur á heimavelli í efstu deild svissneska handboltans í kvöld, 31:24.

Eins og undanfarnar vikur var Óðinn Þór Ríkharðsson sjóðheitur fyrir Kadetten og skoraði 13 mörk. Sjö af þeim komu úr vítaköstum.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten, sem er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, fimm stigum á eftir toppliði Kriens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert