Orri Freyr Þorkelsson og samherjar hans hjá Elverum tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í handbolta með 29:27-sigri á Arendal.
Orri skoraði eitt mark fyrir Elverum, eins og Hafþór Már Vignisson fyrir Arendal.
Elverum mættir annað hvort Kristiansand eða Kolstad í úrslitum. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason leika með Kolstad.