Tíu íslensk mörk og í úrslit bikarsins

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði átta.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði átta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elverum og Kolstad, tvö efstu lið norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, mætast í úrslitum norska bikarsins í handbolta.

Kolstad hafði betur gegn Kristiansand í dag, 34:25, í seinni undanúrslitaleiknum. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir Kolstad og Janus Daði Smárason tvö.

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar hans í Elveruum unnu 29:27-sigur á Arendal í fyrri undanúrslitaleiknum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert