Tveir leikir fara fram í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag. Sannkallaður toppslagur verður í Vestmannaeyjum þegar heimakonur taka á móti toppliði Vals.
Vestmannaeyingar eru aðeins tveimur stigum á eftir Hlíðarendakonum og með einn leik til góða.
Þá mætast liðin í 4. og 6. sæti, Fram og Haukar, í Úlfarsárdal en sjö stig skilja þau að. Flautað verður til leiks á báðum stöðum klukkan 14.