ÍBV komst upp fyrir Aftureldingu

Sigtryggur Daði Rúnarsson sækir að marki Aftureldingar.
Sigtryggur Daði Rúnarsson sækir að marki Aftureldingar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann sterkan sex marka sigur á Aftureldingu, 32:26, í Olísdeild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag. 

Jafnt var á milli liðanna en lítið var skorað framan af leik. Um miðjan hálfleikinn náði ÍBV öllum tökum á leiknum og kom sér mest fimm mörkum yfir, 9:5. Eyjamenn héldu þeirri forystu meira og minna út hálfleikinn og fóru fjórum mörkum yfir til búningsklefa, 16:12. 

Mosfellingar komust aldrei nálægt og í byrjun síðari hálfleiksins jók Eyjaliðið aðeins á forskot sitt. Mest náðu Eyjamenn sjö marka forystu, 21:14 og svo 25:18, og voru sex mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 27:21. 

Afturelding var hinsvegar ekki alveg búin að segja sitt síðasta en Mosfellingar voru allt í einu búnir að minnka muninn í tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir, 25:27. 

Eyjaliðið svaraði því þó og var sterkara það sem eftir lifði leiks og vann að lokum sex marka sigur, 32:26.

Sigtryggur Daði Rúnarsson og Dagur Arnarsson voru markahæstir í liði ÍBV með sjö mörk hvor. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar, sem og leiknum, með átta stykki. 

ÍBV er nú í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir 15 leiki. Afturelding er sæti neðar með stigi minna en búin að leika 16 leiki. 

Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Dagur Arnarsson 7, Arnór Viðarsson 5, Elmar Erlingsson, Kári Kristján Kristjánsson 3, Sveinn Jose Rivera 2, Gabríel Martinez 1, Janus Dam Djurhuus 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Petar Jokanovic 1. 

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Ihor Kopyshynskyi 4, Einar Ingi Hrafnsson 2, Birkir Benediktsson 2, Ágúst Björgvinsson 2, Blær Hinriksson 2,  Sveinn Aron Sveinsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Haraldur Björn Hjörleifsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert