Selfoss gerði góða ferð norður

Cornelia Hermansson var frábær í marki Selfoss í dag. Hún …
Cornelia Hermansson var frábær í marki Selfoss í dag. Hún varði 19 skot og var með 47,5% markvörslu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Selfoss gerði góða ferð norður á Akureyri í dag er liðið mætti heimakonum í KA/Þór í úrvalsdeild kvenna í handbolta.

KA/Þór leiddi 12:11 í hálfleik en Selfoss vann leikinn með fimm mörkum, 26:21, eftir að hafa haft yfirhöndina megnið af seinni hálfleik.

Arna Kristín Einarsdóttir var markahæst í liði gestanna með sjö mörk og Rakel Guðjónsdóttir gerði þrjú. Cornelia Hermansson varði 19 skot í marki gestanna og var með 47,5% markvörslu.

Rut Jónsdóttir skoraði fimm mörk fyrir norðankonur og þær Júlía Björnsdóttir og Nathália Baliana gerðu fjögur mörk hvor. Matea Lonac varði 18 skot í marki KA/Þórs þar af eitt vítakast og var með tæplega 41% markvörslu.

Selfoss er með átta stig í 7. sæti deildarinnar en KA/Þór sæti ofar með tólf stig. Með þessum úrslitum sendu Selfyssingar lið HK niður í 1. deild og eiga enn von um að losna við að fara í umspil um sæti í deildinni.

Mörk KA/Þ​órs: Rut Jóns­dótt­ir 5, Júlía Björns­dótt­ir 4, Nathália Bali­ana 4, Ida Mar­gret­he Ho­berg 3, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Krist­ín A. Jó­hanns­dótt­ir 1, Anna Mary Jónsdóttir 1Aþena Einvarðsdóttir 1.

Var­in skot: Matea Lonac 18.

Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 7, Rakel Guðjónsdóttir 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.

Var­in skot: Cornelia Hermansson 19.

Arna Kristín Einarsdóttir var atkvæðamest í liði gestanna með sjö …
Arna Kristín Einarsdóttir var atkvæðamest í liði gestanna með sjö mörk. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Rut Jónsdóttir skoraði fimm mörk fyrir KA/Þór, flest mörk norðankvenna.
Rut Jónsdóttir skoraði fimm mörk fyrir KA/Þór, flest mörk norðankvenna. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert