Frakkland, Þýskaland eða Sviss hjá Val?

Arnór Snær Óskarsson í leiknum gegn Aix í síðustu viku.
Arnór Snær Óskarsson í leiknum gegn Aix í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í kvöld kemur í ljós hverjir mótherjar Valsmanna verða í sextán liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Það ræðst annars vegar af úrslitum í leik þeirra við sænsku meistarana Ystad á útivelli, og svo úrslitum í öðrum leikjum í A- og B-riðlum keppninnar.

Fjögur efstu lið A- og B-riðils mætast innbyrðis í 16-liða úrslitunum, þannig að sigurlið A-riðils mætir fjórða liði B-riðils, o.s.frv. dagana 21. og 28. mars.

Valsmenn enda í öðru sæti B-riðils ef þeir vinna Ystad með þremur mörkum eða meira og þá mæta þeir Kadetten frá Sviss, liði Óðins Þórs Ríkharðssonar og Aðalsteins Eyjólfssonar þjálfara. Ljóst er að Kadetten endar í þriðja sæti A-riðils.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert