Framkomu þjálfarans vísað til aganefndar

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, hefur vísað meintri ósæmilegri framkomu Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, eftir leik liðsins gegn Val í Olísdeildinni í Vestmannaeyjum um helgina, til aganefndar sambandsins.

Handbolti.is greinir frá.

Þar segir að málið snúi að því Sigurður hafi sýnt af sér slæma framkomu í garð starfsmanns og leikmanns Vals og framkvæmdastjóri því vísað málinu til aganefndar, sem kemur saman í dag.

ÍBV vann leikinn 29:28 og jafnaði þar með topplið Vals að stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert