Kadetten frá Sviss hafði betur gegn slóvakíska liðinu Tatran Presov á heimavelli í A-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 38:30.
Óðinn Þór Ríkharðsson, sem hefur spilað ótrúlega undanfarnar vikur, skoraði 13 mörk fyrir Kadetten og var langmarkahæstur. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.
Kadetten endar í þriðja sæti riðilsins með 14 stig og mætir Ystad í 16-liða úrslitum keppninnar. Valur vann Ystad fyrr í kvöld og tryggði sér þriðja sæti riðilsins, en var einu marki frá því að ná öðru sæti og leik við Kadetten.