Selfyssingurinn sterkur í lokaleiknum

Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk.
Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýska liðið Flensburg gerði jafntefli við Ferencváros frá Ungverjalandi í B-riðli Vals í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 27:27. 

Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk fyrir Flensburg og var markahæstur ásamt Dananum Aaron Mensing.  

Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með franska liðinu Aix í 39:29-sigri á Benidorm frá Spáni á heimavelli. Er hann í hléi frá handbolta vegna andlegra erfiðleika.

Flensburg vann riðilinn með sannfærandi hætti og endaði með 17 stig. Ystad og Valur komu þar á etir með 11 og Ferenvcáros í fjórða með níu. Aix og Benidorm eru úr leik, á meðan fjögur efstu liðin fara áfram í 16-liða úrslit.

Flensburg mætir Benfica frá Portúgal í 16-liða úrslitunum, Ystad og Kadetten frá Sviss eigast við, Valur mætir þýska liðinu Göppingen og Ferencváros og Montpellier frá Frakklandi mætast sömuleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert