Aron fór á kostum í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson skoraði tíu.
Aron Pálmarsson skoraði tíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Aalborg frá Danmörku vann 34:31-útisigur á Celje Lasko í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Landsliðsfyrirliðinn var markahæstur á vellinum með tíu mörk og átti stærstan þátt í góðum útisigri danska liðsins.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk fyrir norska liðið Elverum er það náði góðu jafntefli við þýska stórliðið Kiel á heimavelli, 26:26.

Þá varði Viktor Gísli Hallgrímsson þrjú skot í marki Nantes frá Frakklandi er liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Pick Szeged frá Ungverjalandi.

Aðeins leikur Barcelona og Kielce er eftir í riðlinum en þau fara beint í 8-liða úrslit. Nantes, Kiel, Aalborg og Szeged fara öll í 16-liða úrslit. Celje og Elverum eru úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert