Sleppur við frekari refsingu

Jónatan Þór Magnússon slapp með eins leiks bann.
Jónatan Þór Magnússon slapp með eins leiks bann. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, má stýra liðinu er það mætir Stjörnunni á útivelli í Olísdeildinni á morgun.

Jónatan var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir framkomu sína er KA tapaði fyrir Stjörnunni í bikarnum um miðjan síðasta mánuð og tók út leikbannið gegn Selfossi í síðasta deildarleik.

Var hann æfur út í dómara leiksins og úrskurðaður í eins leiks bann, með möguleika á strangari refsingu, þegar búið var að rannsaka öll gögn málsins. Nú er þeirri rannsókn lokið og Jónatan ekki gerð frekari refsing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert