Mikilvægur sigur Íslendingaliðsins

Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Ribe-Esbjerg í kvöld.
Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Ribe-Esbjerg í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg vann nauman en mikilvægan útisigur á Midtjylland, 28:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Ribe-Esbjerg fór með sigrinum upp fyrir Tvis Holstebro, lið  Halldórs Jóhanns Sigfússonar, og í áttunda sæti deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið en liðin eru í hörðum slag um að verða í hópi þeirra átta sem leika til úrslita um danska meistaratitilinn í vor.

Elvar Ásgeirsson var næstmarkahæstur í liði Ribe-Esbjerg með fimm mörk og átti auk þess tvær stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði níu skot í markinu, þar af tvö vítaköst, og var með 28 prósent markvörslu en Arnar Birkir Hálfdánsson kom lítið við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert