Handknattleiksdeild ÍBV hefur komist að samkomulagi við Arnór Viðarsson um að hann leiki áfram með liðinu.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins segir að Arnór hafi skrifað undir framlengdan samning, þó ekki komi fram til hve langs tíma nýi samningurinn er.
Arnór er öflug vinstri skytta sem hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla leikreynslu með ÍBV.
Hann er tvítugur leikmaður U21-árs landsliðs Íslands sem hefur skorað 40 mörk í 13 leikjum með uppeldisfélaginu á yfirstandandi tímabili.
„Við erum afar ánægð með að Arnór muni áfram leika með ÍBV og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði meðal annars í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍBV.