Norsku Evrópumeistararnir í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, máttu sætta sig við ósigur gegn Dönum, 27:28, í fyrstu umferð alþjóðlega mótsins Golden League sem hófst í Hollandi í dag.
Danir komu þar með fram hefndum eftir að hafa tapað úrslitaleik EM fyrir norska liðinu í nóvember á síðasta ári.
Sunniva Næs Andersen skoraði sex mörk fyrir norska liðið, sem saknaði Noru Mörk, besta leikmanns liðsins í úrslitaleiknum í nóvember. Sandra Toft átti stórleik í danska markinu og átti stærstan þátt í sigrinum.