Virkilega sterkur sigur

Sandra Erlingsdóttir með boltann í kvöld.
Sandra Erlingsdóttir með boltann í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sandra Erlingsdóttir átti góðan leik er íslenska landsliðið hafði betur gegn B-landsliði Noregs, 31:26, í vináttuleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

„Það var mjög gaman að spila þennan leik og það er gott að vera komnar saman aftur til að spila okkur saman, þar sem við fáum ekki það marga leiki á ári. Allir svona leikir telja mjög mikið fyrir okkur,“ sagði Eyjakonan við mbl.is eftir leikinn og hélt áfram:

„Við vorum hálfu skrefi á undan eiginlega allan leikinn. Það var margt flott í þessum leik, en líka margt sem er hægt að bæta. Mér fannst við standa okkur vel í vörninni og við náðum að skipta vel.

Sandra Erlingsdóttir í færi í kvöld.
Sandra Erlingsdóttir í færi í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við keyrðum svo vel á þær í fyrri hálfleik og það gekk betur en í seinni. Skipulagður sóknarleikur gekk svo mjög vel,“ sagði hún.

B-lið Noregs er skipað ungum og efnilegum leikmönnum, sem ætla sér að komast í A-landsliðið á næstunni. „Þetta eru allt mjög efnilegar stelpur, sem spila á góðum stöðum í Noregi og Danmörku. Þetta var virkilega sterkur sigur.“

Sandra hrósaði Elínu Klöru Þorkelsdóttur í leikslok.
Sandra hrósaði Elínu Klöru Þorkelsdóttur í leikslok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland leikur mikilvæga leiki við Ungverjaland í umspili um sæti á HM í næsta mánuði og Sandra er ánægð með standið á liðinu. „Standið á okkur er mjög gott. Við erum allar á miðju tímabili núna og það er ótrúlega gaman að það er engin meidd.“

Elín Klara Þorkelsdóttir, 18 ára leikmaður Hauka, fékk að spreyta sig í lokin og kom með góða innkomu. „Þær fóru í 5-1 sem gerir gott fyrir hana. Það var æðislegt fyrir hana að fá mínútur og nýta þær,“ sagði Sandra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert