Íslenska U19 ára landslið kvenna í handbolta mátti þola naumt tap, 25:26, fyrir Tékklandi í vináttuleik ytra í kvöld. Liðin mætast aftur á sama stað á morgun.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk og þær Embla Steindórsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir voru með fjögur hvor.
Mörk Íslands: Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Embla Steindórsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 9, Ethel Gyða Bjarnesen 5/2.
Markaskorarar voru fengnir af handbolti.is.