Ellefu íslensk mörk litu dagsins ljóst er Kolstad vann Drammen, 40:28, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Janus Daði Smárason skoraði flest þeirra fyrir Kolstad, eða sex. Sigvaldi Björn Guðjónsson bætti við fjórum mörkum fyrir toppliðið. Óskar Ólafsson gerði eitt fyrir Drammen.
Kolstad er með fullt hús stiga eftir 18 leiki í deildinni og með sex stiga forskot á Elverum á toppnum. Drammen er í þriðja sæti með 23 stig.