Fredericia hafði betur gegn Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 29:28.
Guðmundur Guðmundsson þjálfar Fredericia. Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað hjá liðinu.
Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Aalborg og lagði upp sjö mörk til viðbótar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Fredericia er í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig og hefur liðinu vegnað vel eftir heimsmeistaramótið í janúar og unnið fjóra leiki í röð. Aalborg er í toppsætinu með 37 stig, eins og GOG.