Hræðilegur lokakafli varð Íslandi að falli

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 26:29-tap í vináttuleik gegn norska B-landsliðinu er liðin mættust annað sinn á Ásvöllum í dag.

Íslenska liðið var með undirtölin allan fyrri hálfleik og var með fimm marka forskot í hálfleik, 16:11.  

Munurinn fór mest upp í sjö mörk í stöðunni 22:15, en þá hrundi leikur íslenska liðsins. Norska liðið skoraði hvert markið á fætur öðru og vann síðasta korterið 14:4 og leikinn í leiðinni.

Sandra Erlingsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með fimm mörk og Thea Imani Sturludóttir gerði fjögur. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sjö skot í seinni hálfleik, þar af eitt víti.

Næstu leikir Íslands eru umspilsleikir við Ungverjaland í apríl, þar sem sæti á HM er undir.

Ísland 26:29 Noregur B opna loka
60. mín. Leik lokið Mjög slakur lokakafli hjá íslenska liðinu verður því að falli í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert