Gísli magnaður í sigri á toppliðinu

Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu á HM …
Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu á HM 2023 í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Þorgeir Kristjánsson var frábær í öruggum fimm marka heimasigri Magdeburg á toppliði Füchse Berlín, 34:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. 

Gísli setti átta mörk og lagði önnur fjögur upp fyrir Magdeburg. Kay Smits, sem er svo sannarlega búinn að stíga upp í fjarveru Ómars, var markahæsti maður leiksins með tíu mörk. 

Magdeburg var með leikinn í sínum höndum allan tímann og komst mest tíu mörk yfir um miðjan seinni hálfleik. 

Með sigrinum heldur Magdeburg sér í toppbaráttunni, og er nú með 33 stig eftir 20 leiki, fjórum minna en Berlínarliðið og Rhein-Neckar Löwen á toppnum, en er með tvo leiki til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert